Hoppa yfir valmynd

Laus störf

Sérfræðingur í greiningum

Fjarskiptastofa leitar að öflugum gagnagreinanda til að vinna í teymi sérfræðinga við kostnaðargreiningar og önnur fjölbreytt verkefni tengd þjónustuþáttum í fjarskiptum og innviðum fjarskiptaneta.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Söfnun gagna og tölfræðileg úrvinnsla.
 • Rýni og samþykkt á kostnaðargreiningum og bókhaldslegum aðskilnaði.
 • Greiningarvinna og þátttaka í skrifum á skýrslum og ákvörðunum.
 • Samskipti við hagaðila.
 • Þátttaka í erlendu samstarfi.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, fjármálaverkfræði eða sambærilegt próf.
 • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga á texta- og tölulegu formi.
 • Reynsla af greiningarvinnu og samantekt upplýsinga er kostur.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og þverfaglegri samvinnu.
 • Frumkvæði og hæfni til að leiða mál til lykta.
 • Ögun í vinnubrögðum.
 • Vilji og geta til að tileinka sér nýjungar.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og rituðu máli.

Frekari upplýsingar um starfið

Um er að ræða 100% starfshlutfall og hvetur Fjarskiptastofa áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Fjarskiptastofa lítur svo á að umsókn gildi í 6 mánuði frá dagsetningu hennar, nema umsækjandi ákveði umsókninni skemmri gildistíma.

Nánari upplýsingar veitir

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Jensína K. Böðvarsdóttir (jensina@vinnvinn.is

Hlutverk Fjarskiptastofu er að stuðla að netöryggi ásamt hagkvæmri, öruggri og aðgengilegri fjarskiptaþjónustu og efla virka samkeppni á markaði. Fjarskiptastofa starfar í síbreytilegu alþjóðlegu umhverfi og hvílir starfsemin annars vegar á alþjóðlegri þróun í fjarskiptum, upplýsingatækni og netöryggi og hins vegar á lagagrundvelli EES svæðisins.

Flestir starfsmenn Fjarskiptastofu taka þátt í alþjóðlegum verkefnum. Hjá Fjarskiptastofu starfa hátt í 40 manns, aðallega sérfræðingar við úrlausn verkefna á sviði netöryggis, tæknimála, viðskipta og laga sem tengjast hlutverki stofnunarinnar.

Fjarskiptastofa hvetur einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um störf sem stofnunin auglýsir. Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.